"Hvenær förum við eiginlega að læra ?"

Sagði Dýrunn í hádeginu á föstudag á sínum þriðja skóladegi.  Ég byrjaði að útskýra að meðan veðrið væri svona gott væri tíminn notaður til að njóta náttúrunnar og þau myndu læra heilmikið á því. "Já en mamma, hvenær förum við eiginlega að læra í bókunum og stafi og svoleiðis".  Ég sagði að það kæmi í næstu viku. Hún sat fyrir framan mjólkurfernu og segir svo, "mamma á ég að lesa fyrir þig ljóð" og byrjaði að lesa utan á fernuna:

Hvað er að vera ég?

Ég vildi að ég væri jafn góð og Aron í sundi.

Ég vildi að ég væri jafn góð og Jóhann í skrift.

Ég vildi að ég væri jafn góð og Lea í fótbolta.

Ég vildi að ég væri jafn góð og Kristín í stærðfræði.

Ég vildi að ég væri jafn góð og Ingibjörg í marki.

Ég vildi að ég væri jafn góð og Ísak á klarinett.

 Ég vildi að ég væri jafn góð og Lárus að hlaupa.

Ég vildi að ég væri jafn góð og Þórdís að teikna.

En ef svo væri, væri ég ekki ég sjálf...

 

Þetta las hún án þess af tafsa þessi elska. Alveg skil ég að hana langi að fara að læra í námsbókunum og læra stafi og svoleiðis.  Grin  Vonandi helst áhuginn sem allra lengst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, gaman að skoða síðuna þína!!Já það er nú meira hvað hún Dýrunn er sko aldeilis klár stelpa að vera farinn að lesa! Það eina sem ég man eftir fyrsta skóladeginum mínum var hvað ég var montinn með nýju breiku skólatöskuna mína, en ég man fyrsta skóladaginn hennar Unnar systir miklu betur- man alveg í hvernig fötum hún var og allt þegar við mamma fylgdum henni upp í skóla. Sennilega hefur mér bara langað svona mikið að vera að byrja í Grunnskóla um leið og hún...svona eru þessar stóru systur alltaf idolið manns

Bið að heilsa þér og þínum

kveðja Hugrún

Hugrún (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 14:13

2 identicon

Það er einmitt mikill spenningur hjá minni 5 ára að byrja í skólanum "hjá mömmu". Ég er búin að undirbúa litla skólatösku fyrir hana og verður hún dregin fram þegar sá stóri þarf að læra heima. Þá ætla ég að láta hana líka "læra heima", bæði til þess að fá næði fyrir stóra brósa og líka til að æfa hana sjálfa í stafagerð og öðru gagnlegu  Vona að ég verði ekki búin að bræða úr skólaáhuganum þegar loks kemur að raunverulegri skólagöngu hjá henni!

Hallan (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 14:42

3 identicon

Ég er fegin að skólinn er byrjaður hjá strákunum.  Það er svo ótrúlegt hvað allt líður fljótt.. Aðalsteinn kominn í menntaskóla  Anton minn í 8. bekk.. og svo auðvitað Birkir hans Smára í 10. bekk.  Ég var að skoða heimanámið hans Antons áðan og hmmm mér finnst nokkuð spes hvað "litla" barnið mitt á að kunna  en svona er lífið.

Það er gaman að lesa bloggið þitt Solla mín.  Mig langar alltaf að skreppa heim þegar ég les Stöddablogg..

Kveðja úr Kópavogi.

Helga Antons (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband