Þú og enginn annar !
Þriðjudagur, 17. júlí 2007
Nú styttist í ferðina mína til Köln og eftir viku flýg ég til Rvk. og flýg eldsnemma á fimmtudagsmorgun til Frankfurt. Ég gisti hjá upplínunni minni, Friðgeir og Ragnheiði og verð þeim samferða, ætli ég sitji ekki á milli "mömmu og pabba" hehe.
Ég hlakka mikið til og það er alltaf svo skrýtið þegar svona stutt er í einhvern viðburð að mér finnst það svo óraunverulegt eitthvað. Ég skarta bolnum góða sem merktur er Team Iceland og ég fékk í póstinum í dag. Ég var komin með nettan hnút í magann því ég hélt að bolirnir (ég pantaði tvo til öryggis) hefðu týnst algjörlega. Eitthvað rugluðust þeir í vöruhúsinu og ég fékk sendingu sem átti að fara í Vogana og konan í Vogunum fékk mína sendingu. Við sendum svo hvorri annarri og það má með sanni segja að þar hafi verið sniglapóstur á ferð því það tók hann rúma viku að koma til mín.
Ég fékk þarna smá "fear of loss" og pantaði til öryggis annan bol sem kom líka í dag svo ég á þrjá hehe.
Speki dagsins barst mér frá Jim Rohn í morgun og er eitthvað sem er búið að vera mér hugleikið í allan dag, ekki ný speki í mínum eyrum en ég þarf að minna mig reglulega á hana. Hún hljómar einfaldlega þannig:
"The major thing to your better future is YOU!"
Ef þið viljið fá hvatningu og gott innlegg inn í dagana ykkar getið þið skráð ykkur á www.jimrohn.com
Mér hlotnast sá heiður að sjá hann í þriðja sinn á þjálfuninni núna í Köln og hvað ég hlakka til.
Hafið það eins og þið viljið .....
Athugasemdir
Gaman að lesa síðuna þína Solla mín. Gaman hvað þér gengur vel.
Fjóla Þorsteins (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.