Árið 2017 í stuttu máli.

Yfirleitt hefur pistill þessi verið ritaður í upphafi aðventu en gleymdist alveg þetta árið og èg hafði fullan hug á að sleppa honum alveg. En þar sem pistill og þessir þankar eru ljómandi góð heimild ákvað èg að láta slag standa.

Èg sit því á gamlársdag í orlofsíbúð á Akureyri og pikka á blessaðan simann. Það verður þá kannski minna orðskrúð fyrir vikið. 

Árið 2017 var heilt yfir gott ár og skilar okkur í ágætis ásigkomulagi yfir á nýtt ár. Í janúar skellti undirrituð sèr til London í fyrsta sinn með samstarfsfólki úr skólanum. Við fórum á Bett ráðstefnuna sem var áhugaverð í alla staði. 

Jósef skreið yfir á nýjan tug í apríl og af því tilefni hèldum við lítið fjölskylduteiti. Við skelltum okkur til Reading í lok þess mánaðar með kirkjukórnum og áttum góða daga þar. 

Í maí dró til tíðinda. Mamma hafði veikst í apríl en náði sèr aðeins á strik. Svo kom bakslag í byrjun maí og fljótt ljóst að hún myndi ekki hafa það af. Við skiptumst á að sitja hjá henni og spiluðum fyrir hana uppáhalds lögin hennar síðustu dagana. Hún sofnaði friðsamlega að morgni 14.maí,sama dag og tengdamamma tveimur árum áður og á afmælisdegi Auðar frænku sem var hennar stoð og stytta í gegnum lífið. Þetta tók á og allt var í rólegum gír fram á vorið. 

Á vordögum fór Jósef í fjögurra vikna endurhæfingu á Reykjalundi og var duglegur að ganga og hjóla í sumar..... 

Sumarið var rólegt og notalegt. Við fórum í tvær útilegur og í smá skrepp í Fögruhlíðina. Gistingin var vel sótt og fólk frá öllum heimshornum sem gisti í kjallaranum. Undirrituð fèkk það skemmtilega verkefni í hendurnar að flytja nokkra fræðslufyrirlestra um íslensku sauðkindina, ullina og handverkið okkar fyrir hópa af ákveðnu skemmtiferðaskipi á Salthúsmarkaðnum. Það var mjög skemmtilegt og á því verður framhald sumarið 2018. Hún skellti sèr einnig nokkrar ferðir með hópa í rútum um austfirðina. 

Þetta var fyrsta sumarið sem Friðrik var ekki heima. Hann vann á Akureyri hjá byggingafyrirtæki og á vöktum á veitingastað. Hann bjó hjá Begga bróður Jósefs og fjölskyldu. Á haustdögum fór hann að leigja með vini sínum, kominn á samning í húsasmíði og kokkar aðeins með. Hann kíkti aðeins austur í helgarfríum. 

Dýrunn lauk sínu fyrsta ári í MA og stóð sig vel. Hún vann í Loðnuvinnslunni á Fásk. Henni bauðst að hjálpa forsetanum að flytja ræðu á setningarhátíð Unglingalandsmótsins á Egilsstöðum. Hún leysti það verkefni vel af hendi. Hún er nú á öðru ári og það er meira en nóg að gera í skóla og privatlífinu. 

Edda dóttir Begga og Dóru var hjá okkur í sumar og vann hjá þeim Brekkusystrum. Það gekk vel og hún fílaði sig vel hjá þeim skellibjöllum. 

Halla og fjölskylda flutti til Íslands í sumar og við höfum þá tækifæri til að hitta þau oftar  

Haustið var tíðindalítið en nóg að gera. Við erum enn að læra það að vera tvö í kotinu.

 Við hjónakornin syngjum enn í kórnum okkar og sinnum ákveðnum fèlagsmàlum líkt og áður. Við höfum haldið okkur á sömu vinnustöðunum og allt í góðum farvegi. 

Jógakennslan hefur verið á rólegum nótum í vetur og hefur frúin meira unnið í eigin heilsuuppbyggingu. 

Þeir feðgar skelltu sèr til Liverpool í byrjun desember ásamt góðum ferðsfèlögum og fylgdust með leik Liverpool og Everton. Það var góð ferð þó veðurguðir hafi reynt að hindra för á útleið. 

Jólunum vörðum við heima með krökkunum og áramótunum verður fagnað á Akureyri  

Þá er brunnurinn ausinn og þumlarnir verða hvíldinni fegnir eftir þetta pár á símann. 

Bestu óskir um gæfuríkt og heilsusamlegt ár 2018. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband