Spennan var í hámarki...

Þegar hvert umslagið af öðru var dregið fram með snilldar tilþrifum og fljótt ljóst að Balkanlönd og co yrðu þau 10 lönd sem kæmust áfram í Eurovision. "Þetta er óréttlátt" og "Þetta er ömurlegt" hljómaði hjá smáfólkinu á heimilinu þegar ljóst var að við kæmumst ekki áfram, fullorðna fólkið hélt ró sinni enda veit það að ekkert er öruggt í þessum efnum.  Síðustu vikur hefur spennan magnast, Friðrik er mjög mikill áhugamaður um Eurovision, reyndar nær áhuginn ekki mikið út fyrir Ísland eða það lag sem vinnur hverju sinni. Í hittifyrra var það Wig Wam og var tappinn svo heppinn að fá disk með hljómsveitinni sendan frá Noregi áritaðan privat til hans frá söngvaranum. Engu að síður féllu þeir ljótt í skuggan þegar Lordi kom, sá og sigraði í fyrra og diskurinn þeirra búinn að vera á reply þetta árið.

Ég var mjög stolt af flutningi okkar manns og fannst þetta að sjálfsögðu flottasta lagið. Ég var ekki búin að heyra neitt annað lag svo þau runnu framhjá hvert af öðru, ósköp keimlík að því mér fannst. Eitthvað lokuðust augnlokin af og til og ég sá það í upprifjuninni að ég hafði dottað yfir nokkur lög. Eitt lag heillaði mig þó og það var frá Ungverjalandi minnir mig og komst áfram. Ég er því búin að finna mér fulltrúa til að halda með á laugardaginn og sama með Friðrik þrátt fyrir vonsvikin er hann búinn að finna annað lag sem honum finnst flott og hann ætlar að kjósa. Menn skipta oft um skoðun þegar þeir eru alveg að verða átta. Móðirin var líka búin að reyna að útskýra eftir fremst megni að líkurnar á að við kæmumst áfram væru ekki miklar og það hefur vonandi skilað sér því svekkelsið eftir á var ekki óbærilegt.

 "Ég fékk svona hroll í iljarnar" sagði Dýrunn eftir að Eiríkur hafði sungið enda sat hún alveg stjörf meðal lagði hljómaði á hæstu stillingu í varpinu. Hún var alveg að springa í umslögunum og var svo alveg búin á því á eftir en fór sátt að sofa.

Ég hlakka til að horfa á laugardagskvöld þó ég sé ekki búin að stúdera lögin. Fyrir mér er þetta hin notalegasta fjölskyldusamkoma. Það er alltaf partý hjá okkur..... í þeirri merkingu að við Jósef og krakkarnir gerum okkur glaðan dag og mamma gamla kemur og horfir með okkur. Við erum saman að undirbúna og ákveða hvað við ætlum að maula og þetta er eina kvöld ársins sem það má borða kvöldmatinn í stofunni og það er ekki lítið gaman.

 Bið að heilsa inn í helgina....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ungverjaland var með flott lang, en mér fannst Serbía með langflottasta lagið, það var alveg rafmagnað. Vonandi verður eitthvað rokklag í úrslitunum á laugardaginn svo Friðrik hafi eitthvað að hlusta á næsta árið.

Alda kalda (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband