Lagt í víking
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Nú leggjum við skutlurnar í hann seinnipartinn, suður á land, höllum okkur aðeins í Keflavík og þegar flestir verða nýmættir til vinnu í fyrramálið (fös) verðum við nýflognar yfir Austurlandið. Vorið í Köben tekur síðan á móti okkur í allri sinni dýrð.
Dagskráin tekur strax við á föstudagskvöld og þá sjáum við hvernir Danir frændur vorir vinna viðskiptin sín. Spennandi.
Ég byrjaði með jóganámskeiðin í gær og það gekk ljómandi. Kenndi í fyrsta skipti á ævinni tvo tíma í röð og það var ekkert mál. Skellti mér svo í göngu upp á Landabrúnir með heilsuhópnum mínum og það var yndislegt, alveg logn og útsýni út um allan fjörð.
Það er heldur betur búið að plana hvaða fjöll á að heimsækja í sumar og fyrst ber að nefna Mosfell, Steðja og Sauðabólstind. Sökum þess hver ódugleg ég hef verið í þessum geira ætla ég ekki að lofa meiru upp í ermina á mér. Við mæðginin ætlum að fara gilið hjá ytri Löndum og rifja upp þegar við fórum það fyrir tveimur árum þegar Friðrik var sex ára. Spurning hvort kappinn er enn jafn sprækur og þá og áhugavert að mæla tímann hver langt líður á milli sígildu spurningarinnar "Hvenær fáum við okkur nestið"
Hafið það gott um helgina í blíðunni.....og Köben ferðasagan fer í loftið eftir helgina
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.