Til hamingju með daginn !

Þvílíkt dásemdar veður á þessum dýrðarinnar drottins degi eins og mamma segir stundum. Ég fylltist svo miklum eldmóði í sólskininu að ég reif allt illgresið úr einu blómabeðinu og gerði það nokkuð huggulegt fyrir sumarið. Þessi eldmóður kom aldrei yfir mig í fyrra svo þetta var tvöfalt magn.

Ég má til með að skella inn einu góðu spakmæli meðan ég bíð eftir að prentarinn ljúki sér af við að prenta vöru og verðlista sem ég ætla að afhenda í dag. Ég veit að þetta er frídagur verkamanna en varla er ætlast til að maður liggi í rúminu hehe.

Fullkomin viska er í þessu fólgin:

Í visku - að gera það sem rétt er.

Í réttlæti - að iðka hið sama í leynum og fyrir allra augum.

Í skapfestu - að flýja ekki hættuna en takast á við hana.

Í hófsemd - að hafa stjórn á löngunum og lifa án öfga.

Plató

Megið þið eiga yndislegan dag Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Júlíus Garðar Júlíusson, 1.5.2007 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband