Dýrt að vera pía....
Föstudagur, 27. apríl 2007
Þá er skvísan loksins komin úr skápnum og ætlar að láta ljós sitt skína í bloggheiminum. Lengi hefur bloggáhuginn blundað í mér en aldrei hef ég einhvern veginn nennt að drífa mig af stað. Nú er ég komin af stað.
En að titlinum, það er dýrt að vera pía. Í vorverkunum ákvað skvísan að skvera nokkrum hárum af leggjunum svo hún yrði boðleg í nýju gallastuttbuxunum (n.b. hárin varla sjást á þessari ljósku svo þetta er nú algjört pjatt). Einhvern tíman hafði ég keypt vax og ákvað að prófa það, skveraði hárunum af ekkert mál og skellti undir hendurnar líka. Glöggir lesendur og skvísur sem hafa notað svona tæki vita að það eru varnaðarleiðbeiningar á umbúðunum og það á að athuga hvort einhver ofnæmisviðbrögð geti komið fram.
Hmmm, ég virti það sem sagt ekki og sit nú viku síðar, gjörsamlega logandi í handarkrikunum og neðst á leggjunum. Ég bý víst líka á Stöðvarfirði og það eru ekki öll lyf til í apótekinu svo ég bíð logandi þar til seinnipartinn þegar ég fer í Egs. á Hvalnessystramót. Ég fékk bráðabirðareddingu í dag og áhrifin eru minnkandi. Ég þarf sennilega ekkert í Ríkið, verð líklega ljómandi afslöppuð þegar ég verð búin að taka ofnæmistöflu í kvöld enda ekki vön slíku og þvílíku.
Já það er dýrt að vera pía................. en oftast alveg ljómandi skemmtilegt og alveg þess virði.
Góða helgi !
Athugasemdir
Sæl systir kær!
Mikill er heiðurinn að fá að vera fyrstur til að kvitta inn á glænýju síðuna þína - og enn og aftur til hamingju - þú átt svo sannarlega erindi inn á þennan vettvang enda pennafær með afbrigðum. Hlakka til að heimsækja þig í bloggheimum.
Sólmundur Friðriksson, 27.4.2007 kl. 14:40
Kæra systir.
Ég óska þér til hamingju með framtakið og tek að öllu leiti undir orð Sólmundar hér að ofan.
Sigurjón Friðriksson (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 01:05
Hæ Solla mín, velkomin á Bloggheima-ritvöllinn. Láttu svo bara gamminn geysa og vertu áfram eins mikil pía og þú vilt vera!
Sólrún (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.