Jólaferð, fyrsti áfangi
Þriðjudagur, 23. desember 2014
Fyrir ferðalagið hafði frúin nokkrar áhyggjur af veðrinu. Hver lægðin á fætur annarri hafði rennt sér yfir landið með tilheyrandi roki, snjókomu og ófærð. Einhverra hluta vegna var það skaplegt við suðurströndina daginn sem við keyrðum suður og þegar við flugum út.
Ferðalagið Stf-Kef tók netta tólf tíma sökum hálku, rúmlega klukkutími fór í snatt í Reykjavík en mikið var gott að komast til Sóla og Hafdísar þar sem okkar biðu vellistingar að sjálfsögðu.
Flugið út var tíðindalítið og við lentum á áætlun í Berlin. Glænýr Skódi beið okkar í bílastæðinu hjá bílaleigunni og flutti okkur hratt og örugglega til Schneeberg. Mikið var nú gaman að sjá fólkið þar, litlu manneskjurnar sem hafa stækkað töluvert síðan í sumar og foreldrana líka að sjálfsögðu.
Dagur 1. Þá var farið í fyrsta verslunarleiðangur til Chemnitz og það sem helst dró til tíðinda í þeirri ferð var þegar Sollan sló inn rangt pin númer við afgreiðslukassann í ódýru íþróttabúiðnni og fór í baklás. Það varð smá panik, kortið hans Jósefs virkaði ekki þar sem bílaleigan hafði tekið ansi háa tryggingu á kortið en ég fékk minnið að lokum. Hálf pínlegt samt. Daman á kassanum var mjög almennileg og hjálpleg.
Í miðbæ Chemnitz var týpískur jólamarkaður og við röltum það aðeins í gegn. Þetta var helsta afrek dagsins.
Dagur 2. Þá skelltum við okkur yfir landamærin til Tékklands í bæ sem heitir Karlovy vary. Það er ekki nema um 1 1/2 klst keyrsla yfir fjöllin, samt niður dali og upp úr þeim aftur og aftur og yfir fjallið í 1020m hæð. Það er skíðabær en enginn snjór nema smá föl. Mesti snjór sem við höfum séð í þessari ferð.
Við fundum bílastæðið sem við vorum búin að finna á googlinu og lögðum þar. Röltum svo um miðbæinn í tæpa þrjá tíma með viðkomu í verslunum og tveimur veitingastöðum. Slepptum kristalsbúðum þar sem hann er ekki á áhugasviði okkar en svakalega mikið af fallegum kristalsvörum þarna. Þetta er mikill spa bær og það væri ekki dónalegt að vera þarna um stund og láta dekra við sig. Úrvalið í H&M var óspennandi og Lindex ekkert spes.
Dagur 3. Já enn var verslað. Nú var stelpuferð hjá stóru stelpunum þremur sem fóru um tíuleytið af stað til Dresden með það að megin markmiði að fara í Primark, vúvú. Fyrst þurfti að hlaða á kolvetnin og við fórum á Vapiano sem er einn af okkar uppáhalds og við heimsóttum líka í Chemnitz. Góð kolvetnahleðsla.
Í Primark vörðum við um tveimur tímum jaja og fundum ýmislegt fallegt, misstum samt ekki neitt, ja ekki mikið. Eftir Primark fannst okkur allt annað dýrt og lítið verslað eftir þá búð.
Dagur 4. Þetta fer að verða nokkuð einhæft. Í dag var verslað en nú voru það herramennirnir og stelpurnar aðeins. Loksins skelltum við okkur á göngu, hina dagana höfum við farið snemma út og verið komin heim í myrkri og þá er ekki spennandi að ganga úti. Chemnitz Center var viðkomustaðurinn sem eru verslanir en gengið úti á milli búðanna. Það er ekki gott í kulda því það er svalt úti og svo skelfilega heitt inni. KFC var visiterað fyrir Frikka og alsæll verslaði hann sér slatta af fötum.
Jólaísinn var gerður um kvöldið, daim ís með smá Baileys lögg. Þorláksmessa tekur á móti okkur með 7 gráðum, auðri jörð og vindi hér í Schneeberg. Í dag ætlum við að jólast, pakka inn pökkunum, setja saman piparkökuhús og skreyta, já kannski hlusta á jólakveðjurnar á ruv. Versla svo rest af því sem vantar fyrir jóladagana. Engin afsökun fyrir að fara ekki á göngu.
Tvær teknar í Karlovy vary, má segja að Jósef sé hallandi engill, hún séri rétt en svo fór hún svona í innsetningu :) Hallið höfði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.