Foam flex

Já langþráður draumur kerlunnar að fara að rætast.  Í næstu viku flýg ég á vit ævintýranna á kennaranámskeið í Foam flex í Reykjavíkinni.  Ekki allir sem vita hvað það er en þá er bara að googla.  

Í stuttu máli er þetta æfingakerfi sem miðar að því að losa um spennu í vöðvum á svokölluðum triggerpunktum, vinnur á stífum og þreyttum vöðvum, vinnur á vökvasöfnun, losar um triggerpunkta, liðleiki verður meiri og þar fram eftir götunum.  Framkvæmt með litlum boltum og svokölluðum Foam rúllum.  

Ég á slíka rúllu og hef aðallega rúllað brjóstbakið því hitt er svo vont...... já það er ógeðslega vont að rúlla á aumum punktum en ef við rúllum þá ekki verða þeir bara verri og líkamsstaðan okkar fer í hnút.  Það er því ýmislegt á sig leggjandi.  Ég er því að æfa mig á rúllunni svo ég verði ekki alveg út úr kú þegar ég kem á sjálft kennaranámskeiðið.

Ég fékk nettan hnút í magann í gær þegar ég sá póst á veggnum hjá Foam flex að við eigum að Flexa (eins og það er kallað) nokkra afreks íþróttamenn frá Norðurlöndunum sem eru þreyttir og stífir. Já sæll. Það er bara beint út í djúpu laugina, amen.  Iss, ég rúlla því upp.

En ég hlakka mikið til og kvíði ponsu fyrir, það fylgir að fara út í eitthvað sem er fyrir utan þægindarammann.  

 

Nánari fréttir síðar..... og bíðið spennt eftir auglýsingunni frá mér því það verða sko nokkur námskeið í boði hjá Sollunni í mars, jibbí skippí.

Heart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband