Hvítlaukur, engifer, sítrónur og jurtir af ýmsum gerðum.

Já það hefur töluvert verið bruggað í Hólalandinu síðustu vikuna. Ýmsir göróttir drykkir innbyrtir í því skyni að losa um þetta bévaða kvef.  Setið yfir gufu með myntu og eucalyptus, hrísgrjónapokinn hitaður trekk í trekk og lagður á ennið og þar fram eftir götunum. Æðruleysisbænin nokkrum sinnum. 

Ég heimsótti doksa á mánudaginn og ég virðist ekki vera með streptókokka sem er gott og við ákváðum í sameiningu að bíða með sýklalyf, ef ég yrði ekki orðin nægilega góð á fimmtudag þá myndum við spá í það.  Í gær var ég fín fram að hádegi, ég virðist samt ekki mega kíkja inn á Salthúsmarkaðinn, þá fer ég að hósta og hugsa með hryllingi til næstu viku þar sem ég er skráð í fjóra daga burrrrrrr.  Eftir hádegi fór að halla verulega undan fæti og ég lá og dormaði í bólinu og sófanum framundir sex. Þá skrönglaðist ég á fætur og lagði skyr á borðið, sauð hrísgrjón, steikti HVÍTLAUK og nokkur spínatlauf úr garðinum og bjó til gómsætan rétt (held ég, mig vantar enn hluta af lyktar og bragðskyni).  Var sæmileg um kvöldið en samt lægð yfir andlega hlutanum - það er stundum svoleiðis.  Sullaði saman hvítlauk og olíu og lét standa í hálftíma, vætti bómull með olíunni og tróð í eyrun á mér og Dýrunni. Við höfum báðar verið með kláða og óþægindi í eyrunum.  Ég held það hafi virkað.  Svo sauð ég saman engifer, hvítlauk og hunang. Það varð sterkur mjöður og Frikki gafst upp á sínum LoL því hann var allt of sterkur.  Ég staupa mig á honum jafnt og þétt í dag.

Nú fara jurtirnar í hitabrúsann og ég þamba þær líka yfir daginn. Planið er að taka því rólega, kannski afreka ég að ganga frá þvottafjallinu, ég hef nú náð að þvo allt jafn óðum þrátt fyrir vesældóminn :) :) og taka fisk úr frosti í kvöldmatinn.  Á morgun er lengri dagur og ég þarf að eiga inneign. Dýrunn ætlar að prófa að fara á sundæfingu á Fásk. svo fer hún á fótboltaæfingu og ég ætla að versla á meðan. Við fáum góða gesti um helgina og þá er nú betra að eiga eitthvað í gogginn handa þeim.

Ég stefni líka á að komast upp í gil og athuga hvort það sé ekki komið blóðberg þar. Mig fer að vanta í kvefblönduna mína Smile.

 Yfir og út - atsjú.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband