Nala kisa
Sunnudagur, 30. júní 2013
Í þarsíðasta pistli lofaði ég mynd af Nölu litlu. Við gættum hennar fyrir Begga og Dóru í vikutíma í júní. Hún var bara nýkomin til þeirra þegar við mættum á svæðið og var fljót að aðlagast nýju heimilisfólki. Hún braggaðist mjög hratt og örugglega og eftir vikuna vorum við öll útrispuð eftir tilraunir hennar til að klifra upp eftir berum leggjum okkar.
Þegar fjölskyldan kom heim var fljótlega farið með hana í örmerkingu, klærnar klipptar - hún er af skógakattarkyni og fær mjög beittar klær (sem við fengum að kynnast) og það er eitthvað sem þarf að gera reglulega.
Það verður gaman að sjá hana þegar við komum næst norður seinnipartinn í júlí.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.