Hnjáhlífarnar prófaðar eða hnéhlífarnar...

I dag prufukeyrði ég hlífarnar sem ég keypti í Sportsdirect og gekk upp á Grænnípu ásamt Dýrunni og Shek, kínverska skiptinemanum sem er hér á Stf. og fer brátt til síns heima í Hong Kong.

Ég keypti stærð medium og var hrædd um að þær væru of stórar þar sem ég er með Sunnuhvols spóaleggina.  Þær mega bara ekki þrengri. Ég hafði smá áhyggjur af því að þær stoppuðu blóðflæði niður í fætur. En þær svínvirkuðu, ójá og ég fann ekki neitt fyrir verkjum í hnjánum, þó er slóðinn töluvert brattur á köflum.  

Þetta var flott sem fyrsta ganga vorsins. Ætlunin var að "klífa" Hrafnahnjúka en það var of drungalegt þarna sunnanmegin um helgina. Ég ætla samt yfir þá áður ég leiði mína fyrstu göngu sem fararstjóri með Göngufélagi Suðurfjarða 6. júní n.k. Það styttist í það :). 

Vikan hefur annars einkennst af baráttu púkanna, ég fór af stað með öll fögru fyrirheitin en svo var þeim sópað undir teppið.  Ég hef nýja viku með enn fegurri fyrirheitum og hlakka til að sjá hvernig fer fyrir þeim.

 Góða viku  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband