Orð eru álög
Þriðjudagur, 30. apríl 2013
Blóm langana þinna opnast og draumar þínir verða að veruleika í fyllingu tímans. Þannig endaði spekin á spilinu sem ég dró á visir.is. Einhverra hluta vegna fæ éga alltaf spil full af peningum og velsæld, ást og alles. Það er nú betra en að sýna stöðuna á einkabankanum. Kannski eru ekki önnur spil í bunkanum og auðvitað vil ég bara góð spil.
Í gær tók ég smá til og fann bók grafna í "ekki henda alveg strax" bunkanum í eldhúsinu. Ég var búin að steingleyma að ég væri með hana að láni hjá bókasafninu og settist niður að lesa. Þetta er bókin Orð eru álög eftir Sigríði Klingenberg. Stuttir hnitmiðaðir kaflar um lífið og tilveruna og ótrúlega góð til að stilla hugann á jákvæðar brautir.
Stundum fer hugurinn aðeins út af sporinu, þegar verkir og óþægindi, magnleysi og einbeitingarskortur gera sitt besta til að hafa yfirhöndina. En þegar ég næri hugann með svona fallegum orðum og skyndibita fyrir sálina næ ég að snúa hugsanahjólinu mínu áfram, er jákvæð og bjartsýn á ný. Þannig er ég sem betur fer meirihlutann af öllu mínum dögum.
Er snjór úti ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.