Ný vika...

Mér finnst alltaf svo gott að hefja nýja viku. Þó helgarnar séu yndislegar dett ég frekar í fókus þegar vinnuvikan skellur á.  Ólíkt flestum þá elska ég mánudaga.  Mánudagar eru heimadagar þar sem orkan mín nær ekki fullum hæðum og 100% vinna hefur verið langt undan sjóndeildarhrings síðustu tólf ár, þá raðast stundaskráin á þann hátt að ég hef einn heimadag.  Þennan dag nota ég til að vinna upp ýmislegt sem dankast hefur á heimilinu og nýt þess að stúdera nýjar áherslur í jóganu og fleira.  Fyrri hluti dags er minn tími, þá get ég áorkað heilmiklu og þar sem ég vinn fyrri hluta dags í skólanum er oft lítið púður eftir þegar líða tekur á daginn. Þannig er það bara og verkin bíða, ég hef komist að því og þvotturinn bíður líka.  

En að öðru.  Í gær brösuðumst við krakkarnir aðeins í garðinum.  Við Frikki klipptum hluta af limgerðinu og ljóst að rest af limgerðinu hér fyrir ofan verður klippt í áföngum.  Ég á erfitt með að klippa svona uppfyrir mig og Friðrik náði því ekki alveg.  Dýrunn rakaði sinu og tíndi saman greinar.  Eftir okkur lá svo stærðarinnar haugur af greinum og sinu. Súkkulaði á Kaffi Söxu voru vinnulaunin.

 Ég ligg nú ekki á hnjánum og reiti frá þessu blessaða limgerði. Það er bara frjálslegt að neðan.  Brátt ber ég áburð á lóðina og fer að huga að grænmetiskassanum.  Í ár ætla ég að koma í hann einhverju grænmeti. Í fyrra settum við kartöflur í hann og það kom ljómandi vel út.  Í ár er planið að stinga upp smá beð hér fyrir ofan hús.  Frikki verður minn sérlegi aðstoðarmaður í því verki.

Einnig er planið að fá einhvern sem getur fellt fánastöngina svo það sé hægt að pússa hana og mála. Hún er ekkert venjuleg hún er svo stór og há.  Ég hef ekki getað flaggað síðan Helena Emma fæddist þegar við Dýrunn útbjuggum fána sem á stóð TIL HAMINGJU AFI, drógum hann upp á einu bandi eins og sauðir og síðan hefur bandið verið uppi.  Framkvæmdasemi bóndans úti við nær stutt og bandið er enn uppi.  Nú langar mig að geta flaggað stóra fánanum mínum enn á ný t.d. 17. júní. Kannski smá bjartsýni en ég vil frekar vera bjarstýn en svartsýn.

Sumarið pússlast smátt og smátt.  Við ætlum að taka okkur viku frí í júní og vera á Akureyri.  Gamla settið ætlar að fagna tíu ára brúðkaupsafmæli með því að fara á tónleika í Hofi.  The best of Jethro Tull. Ég hlakka mikið til.  Stjáni bróðir Jósefs verður á svæðinu ásamt dóttur sinni og Dýrunn hlakkar mikið til að hafa tækifæri til að kynnast frænku sinni frá Ameríku.  Mig langar að ganga á Súlur ef það er ekki of mikill snjór enn í fjöllunum þarna fyrir Norðan.

 Jæja, ég var búin að lofa heimilinu að fá krafta mína næstu tímana og það er ekki eftir neinu að bíða. Ryk, þvottur og sjæning.   

 Eigið góða viku þið fjórir sem rekist hér inn ca. vikulega  Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman að kíkja hér inn hjá þér frænka.
þú ert góður penni

Herborg. (IP-tala skráð) 24.4.2013 kl. 06:19

2 identicon

Við Arnar ættum að ráða við fánastöngina :)

Sjonni (IP-tala skráð) 24.4.2013 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband