Ótrúlegt alltaf hreint
Föstudagur, 12. apríl 2013
Núna hef ég kennt þrjá tíma af átta tíma jóganámskeiðinu hér og á Breiðdalsvík. Fullur hópur af áhugasömum nemendum á Breiðdalsvík og þar af nokkrir nýir í jóga og Heitu jóga. Bara á þessum þremur tímum sé ég ótrúlega styrktarbreytingu á fólki, líkamsstaðan er betri og fólk getur haldið stöðum lengur og jafnvel farið í stöður sem það komst ekki í í fyrsta tíma.
Já þetta er lyginni líkast en svona er jógað. Það vinnur svo með grunnstyrkinn okkar, kjarnann sem styður við hrygginn sem er lykillinn í því að okkur líði vel í líkamanumm, þ.e. að hann sé í góðu standi.
Allar jógaæfingar miða að því á einhvern hátt að styrkja hryggsúluna, losa, teygja og opna. Upphaflega voru stöðurnar hannaðar í því skyni að styrkja hrygginn svo hægt væri að sitja lengi í hugleiðslustöðunni og hugleiða. Svo áttuðu menn sig á hvað þær eru heilsubætandi og í dag eru sífellt fleiri að opna á hvað jóga gerir okkur gott.
Þessi jógalota var smá ögrun við minn gigtarskrokksa og eftir fyrstu tvo heitu tímana í beit þar sem ég eins og sauður gerði og hélt stöðunum eins og hópurinn þá stífnaði ég alveg upp. Já stundum þekkir maður ekki sín takmörk og kominn í 30 gráður plús þar sem allt er auðveldara þá fer skynsemin stundum út um gluggann.
Núna hef ég farið í gegnum heila viku og tvo tíma til þ.e. átta tíma og vá já ég finn mun á skrokknum á mér. Allur að styrkjast enn meira og verða huggulegri. Vigtin er ekkert að hreyfast niður á við enda er hún ekki mælikvarði á ástand líkamans. Stór spegill og málband segir Ragga nagli og að henda þessum járnhlunk út í hafsauga. Ég læt hlunkinn ekkert pirra mig og stíg reglulega á hann. Yfirleitt veit ég hvaða niðurstöðu ég fæ en ef hún er að skekkjast þá skerpi ég fókusinn. Gallabuxurnar mínar eru betri mælikvarði á það hvað mér líður vel í eigin skinni.
Áframhaldandi uppbyggingin er á næstu vikum því mig langar svo að geta farið í nokkrar fjallgöngur í sumar og þarf að byggja mig markvisst upp. Álagið í febrúar er enn að koma út í skrokknum í formi stífleika og nýrra verkja. Ég ætla að vinna á móti því með reglulegri hreyfingu innan þeirra marka sem ég má. Ég þekki þau og fer ekkert yfir þau.
Nú er ég komin með einkaþjálfara heim í stofu, DVD diska frá mínu flotta fyrirtæki Herbalife og þar er byrjað á byrjuninni og styrkurinn aukinn smátt og smátt. Lofar mjög góðu.
Lykillinn er jú svo að næra kroppinn vel og passlega oft yfir daginn. Ég vanda mig meira við það núna og það skilar alltaf meiri vellíðan og árangri.
Yfir og út inn í helgina og hafið það ljómandi fínt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.