Bæbæ sykur .....

Jahá, enn og aftur kveð ég blessaðan sykurinn og eins og alkinn sem ætlar ekki að drekka aftur ætla ég að taka hann út fyrir lífstíð.  Það hefur ekki með neina tískustrauma að gera heldur þá bláköldu staðreynd að þegar ég neyti þess hvíta þá stjórnar hann mínu lífi.  Ef ég ætla að vera sniðug og fá mér bara um helgar, þá verða helgarnar ansi langar, allt í einu komin föstudagur og ég gleymdi að nammidagurinn var bara sl. laugardagur enn ekki öll helgin og vikan þar á eftir.

Ég kveð hvíta hveitið að mestu leyti líka, því saman halda þessir félagar mér í heljargreipum. Lítið mál með hveitið í raun því það er til svo fullt af öðru góðu brauðmeti sem ekki inniheldur hveiti.  

Ég tek þann pól í hæðina að ég sé svona 95% sykur og hveitifrí.  Ég les sem sagt ekki utan á hverja einustu vöru sem ég kaupi og þar sem sykur er í all flestum unnum matvörum og pakkavöru þá er erfitt að komast algjörlega framhjá honum nema með miklum pælingum.  Ég ætla ekki að leggjast í þær núna. Ég fæ mér stundum eitthvað með hrásykri eða púðursykri, það kveikir ekki á skrímslinu. 

Frá sept og fram í miðjan des hélt ég mig á sykur og hveitilausu nótunum og eftir sirka mánuð fór ég að finna áhrifin í skrokknum.  Þegar lifað er í stöðugum verkjum af einhverju tagi munar nokkuð þegar það léttir á einhverju.  Ég vaknaði einn morguninn og fann ekki fyrir stirðleika í öxlunum.  Ég ætlaði svo að klára tímabilið sem átti að verða fram í janúar og halda svo áfram en seldi mér þá hugmynd að það væri allt í lagi að ég fengi mér smá lakkrís........  Þar með var skrímslið vakið og smátt og smátt mjakast þetta hægt í það að verða að sælgæti á hverjum degi, stífleikinn í öxlunum í mesta magni og verkir og óþægindi með mesta móti síðustu vikur.

Er það þess virði að sleppa þessum fjanda. Já það er það.  Nú tek ég einn dag í einu og er ekkert að spá hvað ég ætla að halda þetta lengi út. Það er sennilega meinið, ég tel mér nefnilega trú um það innst inni að hann sé ekkert svo slæmur fyrir mig og að ég hafi stjórnina.  Algengasta hugsanavilla þess sem ekki hefur stjórn á einhverri neyslu tel ég.

 Dag í senn og heitt jóga til að hreinsa út fyrir vorið Smile. Einn liður í vorhreingerningunni. 

Njótið hvers dags.... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband