Heilræði
Miðvikudagur, 6. mars 2013
Meðan nemendur mínir í upplýsingatækni vinna verkefnin sín grufla ég stundum í hinum og þessum bókum á bókasafninu. Í dag talaði til mín bókin Orð eru álög sem valkyrjan Sigríður Klingenberg skrifaði. Hún fer á náttborðið (ásamt öllum hinum sem þar eru). Ég rakst á tvö heilræði sem ég staldraði við og verða mér til umhugsunar. Hér eru þau:
Ég börnin mín elska og þau eru mín fræ
og með þeim ég græt, brosi og hlæ.
Þau hjarta mitt fylla
huga minn stilla
og hugga er mér líður illa.
Ég vil við hlið þeirra standa
hjálpa þeim við allan vanda.
Svo á endanum verði þeirra mat
að mamma gerði það besta sem hún gat.
Hér er næsta:
Hver dagur án gleði er dagstund svo föl
hver dagur með sorg er hjartanu kvöl.
En sorgin hún minnir á gleðinnar hlýju
er sorginni eyðir hefst gleðin að nýju.
En stundum er sorgin svo erfið og bitur
og sá eini kraftur sem eftir situr.
Þá kærleikann verður þú að þiggja
og lífsgöngu þína á honum byggja.
Þú verður líka að hafa trúna
að hamingjan sé hjá þér núna.
Yfir og út
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.