Þegar fjaðrirnar fá vængi....
Laugardagur, 16. febrúar 2013
Jæja góðan dag.
Ég bauð meiri aðgang að blogginu mínu þessa dagana með það fyrir augum að fólk fengi fréttir af stöðu mála beint frá okkur. Nú er svo komið að ég hef fengið fyrirspurnir frá tveimur góðum vinum sem hafa hitt fólk sem hafa fullyrt það fullum fetum að Jósef sé með 50% ónýtt hjarta. Þetta virðist ferðast hratt um Austurland.
50% virkni er ekki sama og 50% ónýtt. Og hana nú.
Alltaf gott að lesa tvisvar og gæta þess sem menn segja út á við.
Áttum ljómandi góðan dag í dag. Jósef skrapp til Heidelberg með Höllu, Árna og Helenu meðan ég hvíldi lúinn mallkút og las áfram í Snjókarlinum. Arrrrg, ég næ ekki að klára hana og vona að hún verði inni á bókasafninu þegar ég kem heim.
Fengum okkur svo ljómandi góðan kvöldverð inni í Mannheim á hinum rómaða ítalska veitingastað Vapiano. Ég gat reyndar ekki klárað en fékk afganginn með heim í boxi.
Okkur sýnist vorið ætla að koma á morgun, sennilega um svipað leyti og við göngum um borð í rip off flugið.
Og munið ..... Aðgát skal höfð í og án nærveru sálar.....
Athugasemdir
Sæl.
Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég óskaði eftir aðgangi hjá þér. Frétti það nefninlega að 50% hjartans væri ónýtt, spurði Gurru til að vera viss um að þetta væri bull.
Frétti þetta á prjónakvöldi í Heimalundi.
Gangi ykkur vel, kveðja frá Stödda, Bogga Jóna.
Bogga Jóna (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.