Vel heppnuð þræðing

Þræðing dagsins í dag gekk ljómandi vel.  Ég hef nú ekki fengið nánari útskýringar á málum en svo virðist sem þeir hafi ekki þurft að brenna neitt en þeir settu aukið álag á hjartað og skoðuðu hvernig það brást við.  Þeir eru svo bjartir eftir þetta að þeir segja að hann megi brátt fara út af spítalanum. Eftir 40 daga þurfi að athuga stöðuna og hvort hann þurfi á gangráð að halda.  Ég fæ nánari útskýringar á þessu á stofugangi í fyrramálið og eins þá hvenær hann verður flugfær.  Þegar við vitum það setjum við okkur í samband við hjartadeildina heima og fáum viðtal til að fara yfir næstu skref, ræða endurhæfingarmálin og þess háttar.  

Hann þurfti að liggja hreyfingarlaus í nokkra klukkutíma eftir aðgerðina og var ekki lengi að hringja bjöllunni þegar tími var kominn til að losa um umbúðir í náranum því honum var svo mikið mál að pissa. Nennti ekki að athafna sig með flöskuna góðu. 

Við fengum okkur síðan göngutúr niður á jarðhæð (tókum samt lyftuna) og karlinn splæsti í afmælisköku handa spúsu sinni. Notaði tækifærið og fékk sér kaffibolla, þeir bjóða nefnilega bara upp á koffínlaust kaffi á deildinni.  

Þetta var fín afmælisgjöf.  Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að allt gekk vel Solla mín,kveðja til ykkar og til hamingju með þennan stóra dag.

stórt knús á ykkur bæði

kristín Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 17:54

2 identicon

Ljómandi goðar fréttir af kallinum og til hamingju með afmælið :)

Sjonni sæti í Sunnuhvoli. (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 19:11

3 identicon

Gott ad thraedingin gekk vel.

Bata kvedjur til Jósefs.

vigdís (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband