Rólegur dagur
Sunnudagur, 10. febrúar 2013
Dagurinn hefur verið rólegur og karlinn hinn hressasti. Samt úthaldslítill. Ég kikkaði til hans í morgun og þá smellti hann sér í sturtu og sjænaði sig aðeins. Eftir hádegi röltum við Halla með Helenu Emmu til hans og henni þótti ekki leiðinlegt að hlaupa eftir göngunum.
Seinnipartinn röltum við skvísurnar í íþróttahöllina sem er líkt og sjúkrahúsið í seilingarfjarlægð. Sú stutta þrammaði alla leið. Liðið hans Árna spilaði sigurleik við Erlangen og það var gaman. Við skutlurnar vorum VIP gellur, gátum fengið okkur mat og drykk fyrir leik, drykki í hálfleik og mat og drykk eftir leik. Ef ég hefði tekið Íslendinginn á þetta hefði ég líklega misst af leiknum og verið á fría barnum. Í seinni hálfleik voru þær mæðgur bak við markið sem þeir skoruðu í því úthald þeirrar stuttu í að sitja var búið. Hún var því nokkuð þreytt þegar heim var komið og sofnaði fljótt.
Ég kíkti á bóndann strax eftir leik og hann var nokkuð hressilegur. Hann ætlaði auðvitað að sjá þennan leik sem og fótboltaleik í Stuttgart í gær.
Hann hélt að hann væri aftur að fá hita seinnipartinn en það slapp til sem betur fer.
Á morgun bíðum við spennt eftir því hvað doksarnir segja og krossum fingur og vonum að þeir framkvæmi þessa aðgerð hér úti.
Það þarf að sæta lagi að ná góðri mynd að gullmolanum. Hér er Helena Emma í heimsókninni á spítalanum í dag. Rétt áður en hún smellti sér í einn göngutúrinn eftir göngunum.
Yfir og út í dag.
Athugasemdir
Gott að geta fylgst með og gangi ykkur allt í haginn, bestur kveðjur til ykkar.
Þóra Björk (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 22:20
Hæ hæ.
Ég sit hér í Schladming og horfi á Alpafjöllin glæsileg í morgunsólinni. Hugsa til ykkar og gott að geta fylgst með. Gangi ykkur allt í haginn og ég bið að heilsa.
Knús Sólrún
Sólrún (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 06:51
Það er gott að fá að frétta af ykkur Solla mín. Bið kærlega að heilsa kallinum ásamt heilum helling af bataóskum :)
Sjonni sæti í Sunnuhvoli. (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.