Solla verður BB og í B bakstri þessa dagana

Já bóndinn flaug á vit ævintýranna á mánudag, nánar tiltekið til Þýskalands til að heimsækja Höllu, Árna og Helenu Emmu í Ludwigshafen.  Markmiðið er að kenna þeirri stuttu að tala eitthvað, í það minnsta að hún verði farin að segja afi þegar dvöl hans lýkur.  Það var fyrsta B - ég er sem sagt bóndalaus.

Í gærkvöldi fór ég í nudd til Njáls og ég skildi bílinn eftir hjá Ingólfi sem ætlar að taka gírkassann í sundur, finna varahluti og gera við. Ég verð því bíllaus næstu dagana, líklega þar til bóndinn kemur heim. Frábært tækifæri til að ganga það sem ég þarf að fara, nema kannski til Reyðarfjarðar á föstudag. Þar er komið B númer tvö.

Á mánudag verður bolludagur og við foreldrar í ferðahóp ásamt krökkunum bökum rúmlega þúsund bollur sem fara í sölu hér í þorpinu og í hin ýmsu fyrirtæki á svæðinu.  Það verður stuð. Áætlað er að hittast á Brekkunni á laugardag og saman ætlum við að galdra fram þessar fínu bollur. Fáum aðstöðu á Brekkunni frá laugardagskvöldi og fram á mánudagsmorgun. Þvílíkt dásamlegt. Það var B númer þrjú.

 Ég gat næstum því bætt B númer fjögur við því ég var hjá tannsa í gær. Ég var sem betur fer ekki neitt bólgin eftir heimsóknina nema að veskið er ekki lengur bólgið.  

 Skemmtilegt að leika sér að bókstöfunum Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband