Akureyri enn á ný

Já ekki eru liðnir nema nokkrir dagar af janúarmánuði eða þannig og samt höfum við náð tveimur ferðum til Akureyrar þetta árið. Geri aðrir betur.

Ástæða seinni ferðarinnar var að hitta AmeríkuStjána, bróður Jósefs sem býr í Ameríku og kveðja litlu snúllu áður en hún heldur á vit ævintýranna í Þýskalandi með múttu sinni.

Þegar ættingjar erlendis frá koma á klakann er slegið í partý í Byggó og þau partý eru ekki leiðinleg skal ég segja ykkur. Sá samli (Friðrik) kom frá Kristnesi til að taka þátt í gleðinni og allt venslafólkið sem var á svæðinu mætti í geimið.

Fyrst snæddum við lambalæri og þurfti hvorki meira né minna en þrjú stykki fyrir þessa hersveit. Fljótlega eftir mat var hófst tónlistarveislan. Það var sungið og sungið og spilað á hin ýmsu hljóðfæri. Álfrún Hulda spilaði fyrir okkur á víóluna sína við góðar undirtektir og svo tóku Byggóbræður og fleiri við.

Þeir höfðu fyrir því að fá lánað forláta rafmagnspíanó og þar sat Jósef allt kvöldið og spilaði og spilaði. Svo var gripið í gítarana með og inn á milli.

Göróttir drykkir runnu niður í mannskapinn og koníakið fór mis vel í suma. Ég er alveg saklaus og nefni engin nöfn en ýmissa atriða úr þessari gleði verður minnst um ókomna tíð og hlegið að.

Unga kynslóðin skellti sér í bæinn en við hin sátum eftir í notalegheitunum heima. Það er afskaplega gaman að gera sér glaðan dag og ég er mjög ánægð að tilheyra þessari stuðfjölskyldu.

Það er nokkuð ljóst að það verður tekið í einhver hljóðfæri í fermingunni hans Frikka í lok mars og boðið upp á sannkallaða tónlistarveislu, ekki bara kökur og kaffi.

Mikið hlakka ég til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband