Jólin í kassa á æðruleysinu...

Miðað við talningu á síðunni hafa nokkrir rekið inn nefið og lesið jólapistilinn. Ljómandi fínt.  Rútínan tekin við og jólin við það að vera komin í kassa. Óvenju seint þetta árið en annir hafa hreinlega komið í veg fyrir þær framkvæmdir.  Þá er gott að vera með gott borðstofuborð sem hýsir góssið áður en tími vinnst til að troða því í kassana.  

Planið var að verja áramótum á Akureyri en veðurguðir sáu til þess að við komumst ekki fyrr en á nýársdag.  Við dvöldum alveg fram á sjöunda janúar, kvöddum föðurbróður Jósefs þann dag hinstu kveðju og héldum svo heim í rútínuna.  

Mánudagar eru heimadagarnir mínir og þar sem ég missti hann í ferðalagið heim biðu jólin uppi um stund.  Svo tók við vinna og dótið týnt smátt og smátt af sínum stað.  

Núna um helgina kláruðum við að tæma húsið hennar mömmu.  Sá fornleifauppgröftur hefur staðið með hléum síðan í nóvember.  Þvílíkur léttir maður lifandi EN enn er eftir dót í kössum sem á eftir að fara í gegnum.

Planið var því að vera óvenju dugleg í dag, ruslast í að ganga frá jóladóti fram til tíu, fara þá í skólann og vinna af mér starfsdaginn sem ég mætti ekki á á nýárinu..... En þá var gigtarelskan í stuði og sagði klukkan hálf fimm í morgun; "Nú sefur þú ekki lengur í nótt og átt að finna til hér og þar, já og líka þarna" og þrátt fyrir ýmsar samningaumleitanir tókst það ekki fyrr en rétt undir sjö þegar börnin fóru að bæra á sér.  Ég skreið því aftur upp í um hálf átta með verkjatöflu í mallanum og náði klukkutíma lúr.  

Nú þegar klukkan nálgast tíu fer ég í jóladótið á hægum hraða og lítið verður úr afrekum í skólanum.  Sem sagt einn af þessum dögum sem ég get ekki planað fyrirfram því sú gamla tekur stjórnina.  Þá er það æðruleysið, gera það sem hægt er að gera og svekkjast ekki yfir því sem ekki er hægt að gera.  Gengur stundum vel, stundum ekki.  

Það gæti víst verið verra segja fróðir menn og á maður ekki að vera þakklátur með það sem maður hefur !  

Anyway, yfir og út og hafið það gott í dag.  Síðan fer aftur í læstan ham í lok janúar og þið sem ekki eruð með aðgangsorðið hafið samband og ég gef það upp.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband