Nóvember á ofurhraða

 

 Cheap-Christmas-Decoration-Candles-3

Vá, rosalega hefur þessi nóvembermánuður liðið hratt. Ég fer bara bráðum að munda lyklaborðið og skrifa jólapistil ársins 2012 og opna síðuna um óákveðinn tíma.  

Ég neita því ekki að örlítill fiðringur er farinn að fara um mig og það er notalegt. Ég var samt alveg gjörsamlega ósnortin í Reykjavíkinni þó þar væri farið að skreyta í búðum og götum.Ég hleypi því meira að þegar aðventan byrjar.

Við fórum að syngja jólalögin í kórnum fyrir töluverðu síðan og það er alltaf jafn dejligt, Baggalútur er reyndar farinn að óma í bílnum og ég viðurkenni hér með að heilögu aríurnar með Andrea Bocelli hafa fengið að óma um húsið 2x.

Ég er passlega róleg hvað jólahreingerningu varðar en hef nú samt smá standard þó allir veggir og loft séu ekki þrifnir.  Ég þreif veggi svefnherbergisins fyrir tveimur árum og þeir voru ekkert skítugir svo það er ekki ástæða til að kíkja á þá strax Cool. Gluggarnir fá þó smá strokur enda fjárfesti ég í svo góðri græju til þess í fyrra frá Enjó. Mér finnst að þær vörur ættu að heita Enjoy því það er bara létt og löðurmannlegt að þrífa með þeim, lítið löður þar sem sápur eru lítt sem ekkert notaðar. Mjög umhverfisvænt og ég er alltaf að svífa meira inn á þær slóðir. 

Jólamarkaðurinn verður í skólanum um helgina með tilheyrandi vöfflubakstri og sölumennsku hjá ferðahópnum sem Frikki er í, gaman gaman.  Þá er bara vika í aðventuna. Þetta er ljúft.

 Njótið þess að kveikja á kertum í myrkrinu Heart 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband