Árangur af sykur og hveitipásu

Þann þriðja september sl. skrifaði ég í heilsufarsdagbókina.

 

 Nýtt upphaf og ný lína dregin í sandinn. Nú skal hvíti sykurinn út ásamt hvíta hveitinu. 

Tímabilið 120 dagar, þ.e. út árið frá og með deginum í dag.

Markmið: Minnka bólgumyndun og auka vellíðan í líkamanum.

Staðan í dag: Mikill stífleiki í vöðvum og festum ásamt verkjum.....

....... Muna líka að vera jákvæð og duglega að fylgjast með hvað gerist í þessum elskulega skrokki.  

 

Og nú rúmum tveimur mánuðum síðar og svona 97% sykur og hveitilaus..........

 

red_health_apple
  • Stífleiki á undanhaldi og verkir þar af leiðandi líka. 
  • Líðanin á allan hátt betri. 
  • Líkaminn er úthvíldur að morgni ekki stífur og stirður líkt og valtarinn hafi tekið nokkrar umferðið á efra bakinu. 
  • Meiri og jafnari orka 
  • Vigtin hefur smellt sér niður um 2,5 kg þó það hafi ekki verið sérstaklega á planinu
  • Mér finnst ég líka svo miklu huggulegri öllsömul LoL
 
 
 
Ég hef líka verið svo lánsöm að hafa fengið auka hjálp, frá þessum heimi og að handan Smile. Nuddið og heilunin hjá Njáli er algerlega á réttum tímapunkti í lífi mínu. 
 
Fann ég muninn strax? Ónei, ég fann smá mun samt fyrst í stað en það hjálpaði að ég kenndi heitt jóga 4x í viku og fékk úthreinsunina fljótt. Svo fyrir tveimur vikum fattaði ég þetta með morgunstirðleikann og vá, þvílíkur munur. 
 
Finnst mér erfitt að fá mér ekki nammi? Nei alls ekki. Ég hef gert mér gúmmulaði úr döðlum, kakói og kókos sem uppfyllir þá litlu löngun sem kemur stundum.  Eina sem mig hefur langað í er lakkrís og þá hef ég stundum keypt sykurlausan Ópal og þá kemst ég yfir það.
 
Finnst mér erfitt þegar aðrir borða nammi og kökur í kringum mig? Nei, alls ekki.
 
Finnst mér fyndið þegar boðið er upp á kræsingar t.d. á kóræfingum og ég afþakka og sumir eiga erfitt með að skilja að þetta er mitt val ?
 
Ó já, mér finnst það fyndið en líka sorglegt því flestir taka slíkar ákvarðanir af einhverri ástæðu og því ekki bara að virða það?  
 
Ég hlakka gífurlega til þess að takast á við púkana á aðventunni og koma undan jólum hress og endurnærð - ekki þreytt, þrútin og full af verkjum.  Ég ætla að borða vel og mikið líka.
 
Yfir og út inn í helgina og borðið það sem þið ákveðið að borða.  
 
 
 
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband