Jurtir

Nú hef ég stigið fyrsta skrefið í að safna mér jurtum markvisst og sit hér með ilmandi te úr blóðbergi, maríustakki og guðmöðru. Út í er smá dass af fíflahunangi sem ég gerði í júní.

 Ég þekki allt of lítið af íslenskum jurtum en svo lengi lærir sem lifir og ég hef ákveðið að bæta í þennan viskubrunn. Það heillar mig að gera krem og ég er komin með grunnbókina og er að viða að mér grunnhráefni til þessarar gerðar. Þá er nú flott að kunna á jurtirnar.  

Í gær tíndi ég slatta af fjallagrösum og í þessum skrifuðu orðum er fjallagrasa og kúmenbrauð að hefast. Lyktin lofar góðu og uppskriftin er eitthvað á þessa leið:  

 

  • Vatn  
  • Súrmjólk
  • Ger
  • Smá kókospálmasykur og fíflahunang (3 tsk ca samt)
  • Fjallagrös, ca 2 msk 
  • Slatti af þriggjakornablöndu
  • Slatti af sesamfræjum
  • Smá ólívuolía 
  • ca 2 msk kúmen
  • smá hveitiklíð
  • Fyllt upp með spelt gróft 1/3 á móti fínu
Herlegheitin eru í fyrstu hefingu. Svo ætla ég að baka þessi brauð í formum  og hlakka svo mikið til að smakka. Þetta verður Fögruhlíðarbrauð því ég ætla að skreppa með mömmu og Sólrúnu sys, Dýrunni og Emil í smá Fögruhlíðarhleðslu og það verður haft meðferðis
.    
 
Skjál í jurtatei 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband