Smalaþúfa

Alltaf er ég að læra eitthvað nýtt. Ég þekki nú helstu fjöllin í fjallahringnum en ekki vissi ég hvað Smalaþúfan væri.  Ég fékk upplýsingar frá góðri grannkonu og saman örkuðum við krakkarnir upp á Smalaþúfu. Þetta er mjög góð ganga ef maður ætlar ekki upp á fjall en vill samt fá smá bruna í lærin.

Við gengum eftir stíg mest alla leiðina og fórum lengri leiðina alveg upp í Klifbotna og svo þaðan aðeins til hægri og upp á Smalaþúfu þar sem örlítil varða stendur. Við bættum þremur steinum í og skelltum í okkur Mariyland súkkulaðikexi.  Gangan tók einn og hálfan tíma og mikið spjallað, spáð og spekúlerað.  Við hittum tvær lóur og sáum eina rjúpu. Það ku vera lítið af mófuglum þar sem minkurinn og refurinn eru skæðir í þeim. Vonandi stendur það til bóta með meiri veiði á rebba.  Þetta fræddist ég um í göngunni frá Söxu.

 Um daginn þegar ég fór að Steinboganum lærði ég að ég þarf að fara yfir Lakagil til að hringganga Álfrafellið Jafnadalsmegin. 

Ég á margt eftir ólært um staði og örnefni hér í firði en stefni á að fara í fleiri göngur með mér fróðara fólki til að safna í sarpinn.  Svo er gangan mitt besta verkjalyf og um að gera að nota sem mest. Engin ofskömmtun nema ég fari of skart.

 Kveðjur inn í helgina  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband