Hugmyndir !

Ég fæ oft ótrúlega góðar hugmyndir í morgunsárið, rétt þegar ég er að losa svefn. Oftast tengjast þær einhverju sem blundar í kollinum líkt og heilsu og jógadaginn sem mig langar að halda en er ekki alveg búin að móta og svo öll sjálfstyrkingarnámskeiðin sem liggja í undirvitundinni, hálf mótuð líkt og hið fyrra. 

Góð vinkona mín (Díana Mjöll) sem er mjög hugmyndarík og dugleg að koma hugmyndum sínum í framkvæmd var lengi vel með litla bók á sér sem hún skrifaði hugmyndir í. Svo fékk hún diktófón eitt árið í jólagjöf og ég efast ekki um að þangað hafa ratað margar góðar hugmyndir.

Ég er komin með bók á náttborðið og skrifa inn í hana ýmislegt varðandi það sem ég er að gera til að bæta heilsuna mína og ýmsa jákvæða punkta og pælingar um lífið og tilveruna.

Um daginn þegar ég fletti bókinni datt ég niður á þennan punt: Streita og afleiðingar hennar + leiðir til að minnka streitu. Kannski verður þetta eitt af haustnámskeiðunum. Ég hef líka á bak við eyrað það sem góður kennari minn sagði eitt sinn. " Það þýðir ekki að láta sig alltaf dreyma um að gera hitt og þetta en framkvæma aldrei neitt. Bókaðu stað fyrir námskeiðið og dagsetningu, þá er hvatinn kominn til að setjast niður og skrifa". Góður punktur. 

Hvað segið þið um föstudaginn 7. september í Grunnskólanum á Stöðvarfirði klukkan 20:00??

"There is no try, only do". Spurning um að koma sér í framkvæmdagírinn.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær hugmynd - langar til að mæta.  Ef ég fæ frí úr vinnu, þá kannski ,,skutlast" ég austur!  Get ég fengið gistingu einhvers staðar?

Guðrún Þorkelsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 08:45

2 identicon

Já Gunna. Þú færð sko gistingu og alls kyns velgjörðir.

Knús Solla

SF (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 09:52

3 identicon

Góð hugmynd! Það verður víst komin september áður en við vitum af :)

Sólrún (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 21:43

4 identicon

Já,líst ekki illa á þetta.

Sigurjón Snær Friðriksson (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 22:36

5 identicon

Ég þarf greinilega skipulagsnámskeið, mér finnst svo lant þangað til sept. kemur en samt veit ég að hann bíður handan við hornið.   Samt,  ekki vitlaus hugmynd hjá þér.

Þóra Björk (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband