Ég elska jógað !
Mánudagur, 23. apríl 2012
Já það er ekki ofsögum sagt að ég elska jóga. Frá því ég kynntist því um árið þegar ég var að basla í sálfræðináminu í frekar lélegu formi þá fleytti það mér í gegnum prófin það árið með þvílíkri stóískri ró að það hálfa væri nóg.
Eftir að pabbi dó hjálpaði það mér til að halda hugarró og sættast við lífið og tilveruna.
Svo hægðist á meðan ég gekk með og fæddi börnin mín tvö enda var heilsuleysi frekar ráðandi þá þeim tíma en samt var það alltaf á bak við eyrað. Eitt notaði ég mér í gegnum það tímabil og það var slökunin og öndunin. Ég reyndi samt að gera það sem ég gat af æfingum. Viðaði að mér videospólum, geisladiskum og bókum og iðkaði eftir getu.
Svo kvisaðist það út að ég væri að gera jóga og ég var beðin um að kenna konunum sem voru í leikfiminni hér jóga. OMG, ég vissi ekki hvað ég var að fara að gera en kenndi alveg ljómandi góða jógatíma um 2-3 ára skeið áður en tækifærið kom og ég fór í jógakennaranám. Það var toppurinn á tilverunni og styrkti mig enn frekar í iðkun og kennslu.
Ég er SVO þakklát fyrir það frábæra fólk, aðallega konur sem hafa fylgt mér í gegnum allan þennan tíma og mæta í sitt jóga viku eftir viku ár eftir ár. Algjörlega frábærar stelpur.
Á vormánuðum datt mér í hug að fara af stað með heitt jóga. Við gerum ákveðna rútínu í 70 mínútur í rúmlega 30° herbergi. Það er ótrúlega dejligt og svitinn drýpur af mannskapnum. Allar eru þær með og komust færri að en vildu og þó bætti ég við einu litlu aukanámskeiði.
Alla jógadaga sem ég fer að kenna hlakka ég til allan daginn og hugsa um jóga síðustu tímana fyrir kennslu. Ef allir væru svona ánægðir með að fara í vinnuna sína. En þegar vinnan er áhugamálið þá finnst manni það ekki vinna. Bara dásamlegt !
Andið djúpt, slakið á og njótið lífsins !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.