Mér þykir mjólkin góð.... en
Laugardagur, 14. apríl 2012
Mallinn samþykkir hana ekki. Bakfæðihlutinn vill ekkert af henni vita og magnar upp óþægindi sem yfirleitt er best að vera laus við.
Hér á bæ hefur verið farið í nokkra hringi í þessum málum því mér þykir Formúlu1 sjeikinn minn bestur í mjólk og ég innbyrði yfirleitt tvo á dag.
Sojamjólkin var lengi inni hjá mér. Svo fannst mér hún svo dýr að ég fór að búa hana til sjálf. Það svar svolítill drullumallartími OMG og mér fannst hún frekar tómleg þó ég léti í hana smá hunang til að sæta. Það vantaði alltaf botninn einhvern veginn.
Ég prófaði hrísmjólk og mér þykir hún ekki góð, væmin og vond.
En þá datt ég niður á ágætis lausn, haframjólk. Hún er bara nokkuð góð og hafrarnir að sjálfsögðu meinhollir. Hún fæst í Bónus á Egilsstöðum og ég keypti bara eina til prufu þegar ég var þar síðast og það er drjúg stund síðan svo hún er búin blessunin.
Googlarinn ég fann uppskrift af haframjólk og mér varð hugsað til sojamjólkurgerðarinnar þegar ég las aðferðina en sá nú samt að þetta yrði minna mál.
Já heilir hafrar, þeir eru ekki til í Krónunni, kannski í Nettó eða Bónus á Egs. svo sú framkvæmd verður að bíða þar til ég get viðað að mér hráefninu.
Ég datt niður á þá einföldu leið að mixa bara tröllahafra í vatni og blanda svo Formúlunni út í og þeim ávöxtum sem mig langar í. Það er bara nokkuð gott, ekki alveg eins fylling og í haframjólkinni sem ég keypti en það er í góðu lagi.
Þetta líkar mallanum vel og þegar ég bæti líka dass af byggflögum þá er fullkomnun næstum náð. Ég ætla að fikra mig áfram við þessa mjólkurgerð.
Samt sit ég hér og sötra sjeikinn minn í þessum skrifuðum orðum blandaðan í Sojamjólk og dass af undanrennu. Ég vel bara að hlusta ekki á mallakútinn í dag en þess fullviss að ég vil ekki snúa mér aftur að sojamjólkinni.
Hafið það gjörsamlega eins og þið viljið og drekkið það sem er gott fyrir ykkur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.