Nýtt ár !

Nýtt ár markar alltaf ákveðin tímamót.

 Við lítum yfir árið sem var að líða og gerum nokkurs konar úttekt á því hvernig árið var.Svo er litið fram á við og spá í hvernig við viljum hafa næsta ár.

Í nokkur ár hef ég sest niður í kringum áramót og sett mér markmið fyrir nýja árið. Stundum geri ég það í lok árs, stundum er hitt árið aðeins byrjað en það kemur ekki að sök, bara það að setjast niður og láta hugann flæða og setja orkuna af stað.

Svo skoða ég markmið síðasta árs, sum náðust fljótt, sum alls ekki og á öðrum missti ég áhuga á miðri leið og breytti um stefnu.

Mér hefur aldrei tekist að vera dugleg að endurskrifa markmiðin eða vera með þau í sífelldri endurskoðun en þegar upp er staðið er ég yfirleitt sátt við árið mitt.

Ég er mjög sátt við árið 2011. Það var mér og fjölskyldunni gjöfult í góðum samverustundum hér heima og út um víðan völl. Við fengum lítinn gullmola í fjölskylduna og fengum nýtt hlutverk sem afi og amma, bara dásamlegt. Allir voru nokkuð hraustir og engin meiriháttar áföll dundu á okkur.

Þessi atriði eru mér mjög dýrmæt og vega þungt. Ég er þess fullviss að árið sem er nýbyrjað verði rosalega gjöfult.

Ártalið eitt og sér ber það með sér, 2012, tólf, ég er fædd tólfta feb. og hef alltaf haft þessa tölu sem eina af minni uppáhalds.

Þetta verður fjölskylduár og við ætlum að þeysast um víðan völl á fótboltamót með gamla tjaldið í skottinu þar sem tjaldvagn eða einhvers konar hýsi er ekki enn komið á fjárlögin, dytta að húsinu áður en það hrynur, ganga á nokkur fjöll, taka til hendinni í Fögruhlíð og njóta þess að vera til sama hvað tilveran býður upp á. Ég ætla að hafa árið 2012 nákvæmlega eins og ég vil hafa það.Wink

Gleðilegt ár !!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð, hér hef ég ekki komið lengi inn og sé að ég á  slatta eftir  lesa. 

Klára það þegar ég kem heim  :)

Hilsen ... ÞBN

Þóra Björk (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband