Goth og Imo, ekki alveg viss með stafsetninguna.
Laugardagur, 5. nóvember 2011
Í gær kemur Dýrunn til mín og segir "Mamma, ég get ekki notað fötin sem ég var búin að finna fyrir öskubusku hlutverkið á árshátíðinni". "Nú" svara ég auðvitað (því það fór bara eitt kvöld í að máta hinar og þessar útfærslurnar af dressi). "Sko, hún á nefnilega að vera svona goth". "Já" svarar mamma gamla "og hvað er það??", "nú það er svona Imo", "Já" svara ég engu nær og finnst ég bara vera stödd á plánetu þar sem ég skil ekki tungumálið.
Þetta er svona í fyrsta og væntanlega ekki eina skiptið sem "unglingurinn" (sem nota bene er tíu ára) lítur á mömmu sína sem forngrip sem veit ekki neitt. "Sko, Björgvin (umsjónarkennarinn hennar), hann veit sko allt um þetta". Já frábært og nú er sú stutta búin að finna búning sem passar við goth útlit, ekki fær hún reyndar að setja í sig lokka og svoleiðis, né lita hárið svart, nema með spreyi sem næst úr. Þó ég sé forngripur er ég búin að googla goth og sjá hvernig þannig mannverur líta út.

Hér er ein útgáfan.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.