Datt úr gírnum

Já ekki er kerlan alveg komin fast í blogg gírinn aftur og datt alveg úr sambandi þegar fjölskyldan brunaði í fríið sitt nú um daginn.

Seint að kvöldi 11. september vorum við búin að tékka okkur inn í Leifsstöð og fórum í loftið rúmlega eitt um nóttina. Lentum í Munchen eftir átakalítið flug nema hvað að ungviðið var afskaplega þreytt eftir lítinn nætursvefn. Komumst átakalítið á aðal lestarstöðina í Munchen hvar lestin okkar til STuttgart beið. Þar stigum við upp í lestinar en só sorry öll sæti voru uppbókuð, út fórum við með allar töskur og inn í næsta vagn og sama saga þar. Þá vatt ég mér að lestarstarfsmanni og spurði hvort betra væri að fara aftar eða framar og hann vísaði okkur framar og þar fundum við loksins sæti sem við gátum setið í alla leið til Stuttgart. Á þeirri tveggja og hálfs tíma ferð seig syfjan á mannskapinn ogIMG_3695 mikið var gott þegar við vorum komin alla leið til Höllu, Árna og Helenu Emmu.

Litla manneskjan var aldeilis búin að blása út síðan við sáum hana nýfædda, komin með bollukinnar og öll hin mannalegasta. Hún bræddi öll hjörtu med det samme. Hún var ekkert ósátt að fá fleiri hendur til að halda á sér og dúllast með hana. 

 Í Bittenfeld dvöldum við í nokkra dýrðardaga, tókum því mjög rólega á mánudeginum enda ferðaþreytt, skruppum til Stuttgart þann næsta og kíktum í búðir, svo í dýragarðinn í Stuttgart sem er líka heilmikill listigarður og svo í Benz

safnið þann næsta dag og skoðuðum ýmsar eðalkerrur.  

 Veðrið lék svo sannarlega við okkur og mikið var notalegt að vera í rúmlega 20 stiga hita og við svitnuðum eins og grísir fyrstu dagana.  Sólin skein líka og það var ekki leiðinlegt.  Umhverfið á þessum slóðum er fallegt og mikil ræktunarhéruð, eplin enn á trjánum og heilmikið sem þeir framleiða sem er ákveðið sérkenni svæðisins. Jósef var einstaklega hrifinn af hveitibjórnum t.d.

sólblómaakurIMG_3762

 Á föstudegi skelltum við hjónin okkur alla leið til Barcelona. Erindið var Herbalife ráðstefna svokölluð Extravaganza.

Það var fjör að venju og góð hleðsla á öll batterí.

 

Við dvöldum þar þrjár nætur og notuðum föstudaginn til að rúnta um borgina í útsýnisstrætó. Það er góð leið þegar tíminn er knappur og margt hægt að skoða. Barcelona er yndisleg og hægt að vera það lengi lengi án þess að komast yfir allt það merkilega í borginni en þannig er það á merkum stöðum. Hitinn í Barcelona var yfir 30 gráðum og það var verulega dásamlegt. Í þannig hita gleymist gigt og annað vesen í blessuðum skrokknum.

Þarna erum við fyrir utan ráðstefnuhöllina með downlínunum okkar sem voru á svæðinu. 

 

IMG_3827

 Á mánudagsmorgni flugum við aftur til Stuttgart. Orðin svakalega lestarvön og sem betur fer gekk lest frá flugvellinum í bæinn við hliðina á Bittenfeld og Halla náði í okkur þangað. Börnin voru í góðu yfirlæti hjá þeim meðan við vorum á Spáni. Fóru m.a. tvisvar á Mc Donalds. 

Nú var ferðin farin að styttast í annan endann og heim flugum við snemma á miðvikudegi. Kvöddum litlu fjölskylduna og hlökkum til að sjá þau milli jóla og nýárs.

Dýrunn var orðin svo dugleg að annast hana og skipti á henni eins og ekkert væri, Friðrik var ekki spenntur að ganga í þau verk þó hann væri duglegur að snúast með hana og stytta henni stundir. 

 

IMG_3856Þarna skiptir hún á Helenu eftir eina kúkableyju. Já hallið bara undir flatt, ég náði ekki að snúa henni.

Allt gekk vel á leíðinni heim. Við flugum frá Stuttgart til Berlínar og þar var bið í sex tíma eftir fluginu heim. Við skelltum okkur í bæinn og fengum okkur franskar, Evruflotinn var á þrotum og það varð að duga Wink. Svo komumst við í flugið og Iceland Express var á mínútunni og við komumst heim á réttum tíma. 

Brunuðum Norður og vorum ósköp sátt að komast í ból þar eftir að hafa vakað í tæpan sólarhring. Stöddinn og Sóla tóku svo á móti okkur daginn eftir og kisa gamla var ósköp ánægð að fá fólkið sitt heim aftur.

Alltaf gott þegar allt gengur vel :)

Yfir og út.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband