Maður er manns gaman !

"Bæjarhátíð" okkar er í fullum gangi og hefur fjölskyldan tekið þátt í nokkrum viðburðum.  Fórum á pizzahlaðborð, tónleika og Frikki skellti sér á brunch á Kaffi Steini. 

Tónleikarnir á Kaffi Steini í gærkvöld voru mjög fínir. Karl Hallgrímsson nokkur spilaði þar á gítar, munnhörpur og söng og þetta var hin notalegasta stund.  Við ákváðum að fara til að sýna lit þó við þekktum ekkert til kappans. Sex aðrar mannverur ákváðu að gera slíkt hið sama og urðu ekki fyrir vonbrigðum frekar en við.  Ég keypti diskinn og eftir fyrsta rennsli er ég mjög sátt.   Við skiluðum inn afurðum á rabarbarakeppnina og vorum fyrst með okkar afurð. Ég skelli mynd af henni hér og í þessum skrifuðu orðum er dómnefndin að kjamsa á annað hvort rabarbara vöfflunni okkar eða sultunni góðu og vonandi hafa fleiri en við skilað inn svo við fáum einhverja keppni. 

Við eigum eftir að fara á rabarbarasmakkið í Vinaminni sem er sívinsælt og frábært framtak og krakkarnir ætla að skella sér til sunds á Öldunni á eftir.  Gigtin mín er ekki til í sjósund í dag, ég prófaði í fyrra og það var gaman en ekki eitthvað sem ég sé mig í í framtíðinni.  

Mín skoðun er sú að þó að þetta eigi að vera að frumkvæði heimamanna og dittinn og dattinn og ekki eigi að leggja í fundarhöld og skipulagningu þá þurfi einhverjar nokkrar hendur til að kalla eftir hugmyndum og atriðum, hvetja heimamenn til að skreyta hús sín og taka þátt svo þetta verði skemmtilegra og jafnvel að senda út sameiginlega dagskrá.  Það þarf ekki að kosta neitt og ég er til í að leggja mitt af mörkum.  Ég guggnaði annað árið í röð að auglýsa jóga á Balanum í morgunsárið en mæti þó á flesta viðburðina sem hafa verið auglýstir. Býð kannski bara upp á súpu að ári að Dalvískum sið eða ákveð að vera annars staðar......

Yfir og út............. vafflan er nokkuð hugguleg og ljómandi bragðgóð Wink Dýrunn er alveg viss um að við vinnum til verðlauna.   Rabarbaravaffla með rabarbara og hindberjasælu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vafflan er aldeilis girnileg að sjá - hef fulla trú á því að hún smakkist líka vel :-) 

Bæjarhátíðir er skemmtilegar, verst að maður kemst ekki á þær allar. 

Halla K (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband