Meira af kirtlakerlu
Laugardagur, 14. maí 2011
Fyrsta nóttin var eins og gefur að skilja frekar erfið hjá kerlunni. Hún vaknaði ört og fékk sér vatn með Aloe vera. Það var gott því annars hefði hálsinn verið svo þurr ef hún hefði sofið alla nóttina. Erfiðlega gengur að koma ofan í hana því verkjalyfi sem hún fékk uppáskrifað svo ég endaði bara með freyðitöflur. Það er heilmikil athöfn að drekka það og vatnsglas með sem hún skellir í sig á eftir.
Gærdagurinn var bara nokkuð fínn hjá henni. Hún prjónaði og prjónaði og mér fannst hún orðin full spræk um kvöldið. Hún svaf í beit til fjögur, þá var hálsinn þurr og við tók erfiður morgun og þegar hún vaknaði alveg um níuleytið var hún mjög þurr, gat varla talað (sem reynist henni erfitt) og fannst erfitt að borða. Hún er öll að braggast og farin að tímasetja verkjalyfjatökuna svo hún verði í sem bestu standi í kvöld þegar Eurovision fer fram.
Friðrik er nokkuð hugulsamur við systur sína og lánaði henni leikjatölvuna sína í morgun fyrir hálft orð. Hann steyptist allur út í ofnæmi þegar hann fór í sundið og fyrri nótt og dagurinn í gær framan af var erfiður og mikill kláði út um allt. Ég gluðaði á hann Extra virgin olíu rúmum klukkutíma áður en hann fór í sund og hann var ágætur þegar hann kom upp úr. Þetta er svo skrýtið, allt bakið og bringan er eins og skrápur og bringan var töluvert rauð. Lærin líka smá rauð og gróf húð. Hann átti góða nótt í nótt og er fínn í dag.
Ég hins vegar hef verið alveg í rusli það sem af er morgni. Druslaðist loksins í að fara í gegnum nokkra dót og draslkassa í kjallaranum. Rauði krossinn fær sitt í dag það er nokkuð ljóst og einnig ljóst að ég þarf á gámavöllinn því þetta kemst ekki allt fyrir í grænu tunnunni. Þó við Stöðfirðingar komum slakast út varðandi flokkun í Fjarðabyggð veit ég að ég er að skila mínu vel og held því að sjálfsögðu áfram og stefni á að gera enn betur.
Njótið helgarinnar og hafið það súpergott.....
Athugasemdir
ÆJ litli skinnin, vonandi batnar þeim fljótt;)
Alda Rut Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 20:19
Velkomin aftur í bloggheima. Vonandi fer Dýrunn að ná sér og Friðrik líka.
Áslaug (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.