Kirtlar

Loksins fer Dýrunn í langþráða kirtlatöku á morgun. Þessar elsku hafa verið að gera henni lífið leitt lengi lengi lengi, næstum eins lengi og elstu menn muna. Í það minnsta eins lengi og hún man. En meðan ekki eru þrálátar sýkingar og tilheyrandi sýklalyfjagjafir hika þeir við að taka þá. Frekar hefur hún mátt búa við stöðugar hálsbólgur, verki í kirtlunum, verki í eyrum og höfði. Eiginlega aðdáunarvert hversu mikið langlundargeð þessi elska hefur sýnt í þessu ferli.  Loksins tók doksi þá ákvörðun að taka kirtlana og þá tók við kvíðatímabil hjá móðurinni.  Ég man hvað það var erfið tilfinning að skilja við hana sofandi á skurðstofunni þegar nefkirtlarnir voru teknir um árið og ég þurfti að bíða í stofu langt í burtu meðan aðgerðin fór fram. 

Ég trúi og treysti að þetta gangi allt saman mjög vel og það létti af henni þessari blessaðri kirtlaánauð. Það fylgja því nú nóg óþægindi að stækka eins og manneskjan gerir, skellti sér upp í tvö staðalfrávik frá miðlínu í hæð á þessu ári og það segir vel til sín í skrokknum og komin í skóstærð 38, stutt í að hún fari að stela skónum mínum, eða ég hennar :).  Það tók nú alveg steininn úr þegar ég keypti fótboltaskó á Friðrik og hann var kominn í skóstærð 40. Common, hann er ellefu ára, ó mæ ómæ, það munar um heilan verðflokk líka. Spurning um að koma honum í aukavinnu til að hafa pening í allt propsið sem fylgir boltanum.

Já þau stækka þessar elskur Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Slæmt að heyra en við vonum að þetta gangi allt vel.

Sjonni (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband