Bloggpælingar !
Mánudagur, 9. maí 2011
Eins og flestir vita hefur þessi blessaða síða mestmegnis verið notuð til að koma jólapilstlinum á framfæri síðustu tvö ár. Gerð var máttlaus tilraun til að hefja blogg á ný en neistinn kviknaði ekki aftur og ég komst ekki í gang. Ég hef þó verið að spá í að skella hugleiðingum mínum aftur inn og í morgun áttaði ég mér á því hvað bloggið mitt er í raun mikil heimild um okkar líf. Dýrunn var að googla eitthvað og lenti inn á bloggið og las þar eitthvað sem ég hafði skrifað þegar hún var í fyrsta bekk. Þetta þótti henni svo gaman að lesa að ég fór að spá hvort það væri ekki bara kominn tími á að skella sér í gang. En þá ákvað ég um leið að gefa útvöldum vinum og ættingjum aðgang að síðunni ef þeir hefðu áhuga, ég ætla sem sagt að læsa henni.
Svo er að sjá hvernig gengur að koma sér í gang aftur.
Knús og kveðjur
Athugasemdir
Líst vel á það Solla. Ég er búin að blogga frá árinu 2005 og krakkarnir elska að lesa um ævintýri fyrri ára. Öll skemmtilegu gullkornin og svo bara um daglegt líf okkar fjölskyldunnar. Þetta er góð heimild og ótrúlega dýrmæt. Bestu kveðjur.
Halla K (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 09:40
Akkúrat Halla. Ég var líka með það í huga hvað þú ert dugleg að skrifa um ykkar líf og tilveru, ómetanlegar heimildir því það er svo margt sem gleymist. Ég mætti hins vegar vera duglegri að lesa pistlana þína, fátt skemmtilegra.
SF (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 11:35
Líst vel á þig systir. Þetta vekur mann til umhugsunar.
Sjonni sæti (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.